Þorgarður

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi


Þorgarður

Úr sögu Elliðarárdals


Að Bústöðum bjuggu hjón nokkur og var hjá þeim vinnumaður er Þorgarður hét. Var haft í flimti að konan héldi við Þorgarð framhjá manni sínum. Einnig þótti örla á því að bóndi þyrfti að sinna óvaldari verkum á bænum og var úti yfir fé í illviðrum er Þorgarður sat heima. En eitt vetrarkvöld í byl kom bóndi ekki heim, og heldur ekki um nóttina eftir. Næsta morgun var farið að leita hans og fannst hann í Elliðaánum með áverka af manns völdum er menn ætluðu að hefði dregið hann til dauða. Nú var réttað í málinu og bárust böndin að Þorgarði. Var hann fundinn sekur um morð á bóndanum þrátt fyrir að hann neitaði þverlega. Átti hann, samkvæmt sögunni, þess kost að greiða ærnar fébætur eða vera tekinn af lífi ella. Hann fór til manns er Jón hét og bjó að Seli á Seltjarnarnesi og bað hann að leysa út líf sitt. Jón var talinn vel í efnum og eftir allmiklar fortölur tók hann málaleitinni vel. En húsfreyja hans var henni hins vegar mjög andsnúin. Fékk Þorgarður enga aðstoð og var tekin af lífi. Gekk hann aftur og sótti einkum að Selshjónunum. Var hann fyrir það kallaður Sels-Móri. Síðar var hann ættarfylgja. Var hann talinn vera valdur að margvíslegri ógæfu afkomenda þeirra hjóna, veikindum, brjálun og mannslátum.