Bergþór í Bláfelli

Fra heimskringla.no
Revisjon per 14. jan. 2013 kl. 10:45 av JJ.Sandal (diskusjon | bidrag) (Bergþór í Bláfelli)
(diff) ← Eldre revisjon | Nåværende revisjon (diff) | Nyere revisjon → (diff)
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Íslenskar þjóðsögur


Bergþór í Bláfelli


Bergstaðir er bær í Biskupstungum. Þar er ker eitt sem höggvið er í berg. Sagt er að risinn Bergþór er var frá Bláfelli hafi klappað kerið. Kerið var notað til geyma sýru (mysu), og varð að passa að vatn kæmist ekki í kerið og blandaðist við sýruna því þá fraus hún. Ekki má vanrækja að setja sýru í kerið því þá verða einhver óhöpp. Það hefur aðeins gerst þrisvar sinnum á síðustu árum. Í öll skiptin hefur bóndinn á Bergstöðum misst eitthvað af búfé sínu.