Fornmanna Sögur 3: Formáli

Fra heimskringla.no
Revisjon per 7. jan. 2014 kl. 22:16 av JJ.Sandal (diskusjon | bidrag)
(diff) ← Eldre revisjon | Nåværende revisjon (diff) | Nyere revisjon → (diff)
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Þriðja bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1826


Formáli.


Hér legst nú fyrir almenníngs sjónir hið þriðja bindi Fornmanna sagnanna, eðr niðrlag sögu Olafs konúngs Tryggvasonar, ásamt tíu þáttum, er annaðtveggja heyra einmidt sjálfri sögunni til, eðr því tímarúmi, er sagan yfirgrípr. Fleiri þættir, enn þeir er hér eru prentaðir, finnast að sönnu í Flateyjarbók, viðriðnir við sögu Olafs konúngs Tryggvasonar, t. d. Þáttr um Héðin og Högna konúnga, Norna Gests þáttr og Fundinn Noregr, hverjir líka finnast í þeirri útgáfu sögunnar, sem prentuð er í Skálholti árin 1689-90. Þessir þættir eru þessvegna ekki hér prentaðir, að þeir heyra ekki eginlega til sögu Olafs konúngs Tryggvasonar; þareð þeir atburðir, er þeir fráskíra, eru miklu eldri enn þad tímabil, sem sögur Olafs konúngs og Haralds hárfagra yfirgrípa; líka virðast þeir að vera af öðrum toga spunnir, og, hvað frásagnar og atburða trúverðugleika snertir, miðr áreiðanligir, þar svo þykir, sem fornaldar trúar meiníngum sé blandað saman við sjálfa atburdina, er frá verdr sagt: færi því bezt að þættir þessir prentuðust útaf fyrir sig í safni sinna líka. Mörgum mun að líkindum þykja að nokkrir af þeim þáttum, er hér finnast, séu líkrar náttúru, og að frásagnarmátinn í þeim sé mjög ýkjufullr og ýmsir atburðir, er þeir innihalda, nærsta ótrúligir; og hafa þeir að vísu mikið til síns máls; en þó er það ljóst að þeir menn, er þessir þættir herma frá, hafa samtíða verið, þótt frá athöfnum þeirra og hreystiverkum sé öðruvísi sagt, enn frá líkra manna í sjálfri sögunni, hvað og berliga vottar, að slíkir viðburðir eru seinna í rit færðir enn sjálf saga Olafs konúngs, hverja að öllum líkindum, í tilliti til trúverðugleika, orðfæris og atburða vals, ugglaust má telja meðal enna elztu ritgjörða um konúng þenna á norræna túngu.

Í formálum fyrir 1sta bindinu höfum vér gert grein fyrir þeim handritum, sem notuð hafa verið við sjálfrar sögunnar útgáfu frá upphafi til enda, og lýst þeirri skinnbók, merkt A, sem lögð hefir verið til grundvallar, svo hér gerist engi þörf að ítreka það; þarvið er heldr engu að bæta, utan að það eina blað, sem vantaði í A., er tekið úr B., og nær sá kafli, sem tekinn er úr B. frá þeim orðum í 2ru bindi blaðs. 311 lín. 22: „þess getr Hallarsteinn” til blaðs. 319 lin. 9, hvar A byrjar aptr med þéssum orðum: „þá flugu svá þykt” o. s. fr.

Her skal nú ýtárligar greina frá meðferð á þáttum þeim, sem hér, eru prentaðir, og þeim handritum, sem við þeirra útgáfu hafa notuð verið. Er þá:

1) Saga skálda Haralds konúngs hárfagra. Af sögu þessari finnast 3 pappírs handrit í fornfræðasafni Arna Magnússonar, 2 í arkarformi Nr. 67, A. og B.; þær kallast því her A. og B. Báðar þessar bækr eru samhljóða. Það 3ja handrit Nr. 307 er í 4blformi, og er í tilliti til einstakra orða frábrugðið, líka er fáeinum orðum úrslept, hvar eyður eru; þessi bók kallast C. Fyrsta blað sögunnar er prentað eptir Nr. 307, þvíat handrit þetta er leiðrétt eins lángt, og stórt audt rúm þar í með hendi Arna Magnússonar uppfyllt; hid annað er tekið úr 67, B.; en þegar lokið var prentun sögunnar eptir handritunum, er hér greinir, fann Hra. Cand. phil. Þorsteinn Helgason hana, í gömlum skinnbókar blöðum í Arna Magnússonar safninu Nr.544. í 4bl. ritaða á kálfskinn. Bókfellið er á að líta mjög gamalt með smáu letri ok bundið, þykir ei ólíkt eptir útliti ok ritunarhætti þess, að það sé í byrjun 14du aldar ritað. Eigi má með öllu ráða, hvört nokkuð af handritum þeim, er fyrr var getið, sé skrifað eptir því; kapítulum er öðruvísi skipt; en það sem vantar í handritin verðr ekki lesið, nema lítið frekara af vísunum, og má það sjá, ásamt þeim helzta ordamun sem Hra. Helgason hefir fundið til leiðréttíngar eða frekari upplýsíngar, við enda bindis þessa.

2) Þáttr frá Sigurði konúngi slefu, syni Gunnhildar; þessi þáttr er orðrétt prentaðr eptir Flateyjarbók, hvar hann finst á 6ta og 7da dálki.

3) Þáttr Þorleifs jarlaskálds er prentaðr eptir Flateyjarbók (104 til 108 dálks). 2 pappírs handrit í 4blformi, sem til voru af þætti þessum í safni Arna Magnússonar, eru þó hagnýtt hér, og þeirra orðamunar getið. Það eina, Nr. 552, g., er merkt G. og það annað, Nr. 563, a., er merkt A.

4) Þáttr Þorsteins uxafóts er prentaðr eptir Flateyjarbók (126 til 133 dálks); þarvið eru fylgjandi handrit úr fornfræðasafni Arna Magnússonar samanborin: 1) Nr. 562, B., merkt hér B., í 4blformi, með settletri. 2) Nr. 562, c., merkt C., í 4blf. með snarhandarletri. 3) Nr. 563, B., merkt G. , í 4blf. með snarhendi. 4) Nr. 552, H., merkt hér H., í 4blformi með snarhandarletri.

5) Þáttr Helga Þórissonar er líka prentaðr eptir Flateyjarbók (183 til 185 dálks). Þessi þáttr finst líka í skinnbókinni Nr. 309, merkt Þ., um hverja getið er í formál. fyrir 1sta bindinu, og er hann hérmeð öldúngis samhljóða.

6) Þáttr Hrómundar halta finst einasta í Flateyjarbók á 211 til 214 dálks, og er prentaðr þareptir.

7) Þáttr Haldórs Snorrasonar er líka prentaðr eptir Flateyjarbók, (264 til 270 dálks). Þessi þáttr er samanborinn við 2 skinnbækr, í A. M. safninu; við Nr. 54 í arkarformi, merkt B., hvar það mesta af honum stendr aptan í bókinni með annari hendi; og við Nr. 62 í arkarformi, merkt S., hvar þessi þáttr stendr aptast.

8) Saga af Þorsteini bæarmagn er prentuð eptir skinnbókinni 510 í 4blf., merkt A., og samanborin við skinnbókina 343 í 4blf., merkt B., og þar að auki við 3 handrit a pappír, nl. Nr. 169, b., merkt C., Nr. 203, merkt D., bæði í arkarformi, og Nr. 340 í 4blf., merkt E. alt í A. M. safninu.

9) Þáttr Þorsteins skelks er prentaðr eptir Flateyjarbók (214 til 215 dálks).

10) Þáttr Orms Stórólfssonar er líka prentaðr eptir Flateyjarbók (272 til 278 dálks), og er hann samanborinn við fylgjandi pappírsbækr í A. M. safninu: 1) No. 158, merkt A. 2) 163, b., merkt B. 3) 164, e. α., merkt C. 4) 164, e. γ., merkt E. 5) 156, c., merkt G., allar í arkarformi. 6) 552, i , merkt H. 7) 554, h. β. merkt K. 8) 555, d., merkt L. 9) 555, e., merkt M., allar í 4blaðaformi.

Allir þessir þættir eru prentaðir eptir því handriti, sem Cand. Theol. Þorgeir Gudmundsson hefir skrifað eptir bókum þeim, er lagðar hafa verið til grundvallar, og hafa Professórarnir R. Rask og C. C. Rafn, í sameiningu með honum, samanborið það við hinar bækrnar, hvörra getið er hér að framan við sérhvörn þátt útaf fyrir sig, og tekið þaraf þann orðamun, er merkiligr þókti. Þessir þrír hafa eins nú sem áðr leiðrétt prófunarörkin, en Þorgeir hefir samið registrið yfir manna nöfn þau, er finnast í þessari sögu af Olafi konúngi Tryggvasyni og þáttum hennar.

Þannig hefir þá félagið leyst af hendi sögu Oafs konúngs Tryggvasonar; og hefir það kostgæfiliga þartil hagnýtt þau hjálparmeðöl, er hér fundust, að útgáfa þessi yrði svo fullkomin, sem kostr var á, er skynsamir og réttsýnir menn bezt munu finna, og kunna að meta.

Kaupmannahöfn þann 28da Jan, 1827.