Að hverjum andskotanum ertu að leita?

Fra heimskringla.no
Hopp til: navigasjon, søk
Har du husket å støtte opp om ditt favoritt kulturprosjekt? → Bli en Heimskringla-venn og gi et bidrag til Heimskringla.no.

Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif Dansk.gif


Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi

Úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar


Að hverjum andskotanum ertu að leita?


Þegar ég var á 17. árinu (ca. 1838) átti ég heima í Hvammi í Möðruvallasókn. Bóndinn þar hét Þórður Þórðarson.
   Þá var það eina nýársnótt að við stúlkurnar tvær vöktum æði lengi fram eftir; þar vakti og sonur hjónanna, Þorsteinn að nafni, og var að skrifa. Var hann vakandi þegar við sofnuðum.
   Eftir það fór hann að hátta og slökkti ljósið, en sofnaði ekki strax, heldur lá vakandi í rúmi sínu. Þegar lítil stund er liðin sér hann hvar ljósgeislar koma inn með hurðinni, og síðan er lokið upp. Kemur þar þá inn ókunnug kona prúðbúin með fléttað hárið.
   Var hún svo fríð að hann sagði það hefði verið fallegasti kvenmaður sem hann hefði séð. Kona þessi hafði stórt og skært logandi kerti í hendi; gekk hún beint inn að hjónarúminu. Þar var himinn uppi yfir og ýmislegt á. Fer hún nú að lýsa og leita á himninum.
   Var þá drengur hræddur um hún ætlaði að taka eitthvað og segir: "Að hverjum andskotanum ertu að leita?"
   Gekk þá konan fremur snúðugt út.
   Um morguninn sagði drengur frá þessu. Hélt hann þetta hefði verið prestkonan huldufólksins og iðraðist eftir bráðræði sínu, enda fundu og foreldrar hans að því við hann.


HEIMSKRINGLA er et privat initiativ. Prosjektet mottar ikke noen form for offentlig støtte. Vi har kun utgifter og ingen faste inntekter. Kostnader til teknisk drift og utstyr bæres av privatpersoner. Alle økonomiske bidrag mottas derfor med stor takk. Ønsker du eller ditt foretak å støtte prosjektet økonomisk? Ta gjerne kontakt med oss, eller bruk vårt norske kontonummer 97105024499. Du kan også støtte oss via vårt Vipps-nummer 78431. For utenlandske bidrag bruk vårt IBAN-nummer NO6897105024499, med SWIFT-kode: DNBANOKK eller SEPA-kode: SKIANOBB. En kan også overføre penger til HEIMSKRINGLA via PayPal eller vippse via mobilen til 78431. Vi selger også fast annonseplass på venstre sidemeny til rimelig pris. Alle bidragsytere krediteres med navn for sine bidrag.