Athugasemd um málið
Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
---|---|---|---|---|---|---|
Denne teksten finnes på følgende språk ► | ![]() |
LILJA
Finnur Jónsson
bjó til prentunar
1913
Eysteinn ritaði eða hafði það mál, sem var alment ritað og talað á 14. öld á Íslandi. Sjálfur er hann fullur af aðdáun fyrir málinu ("i þvílíku móðurmáli"), sem hann eftir fornum sið nefnir "danska túngu". En íslenskan á 14. öld var orðin allmjög breytt frá því á dögum Snorra t. d. Ýms ný orð voru komin inn í hana (íbyggjari, fyrirláta, fyrirbjóða, yfirbjóðandi, yfirmeistari og fleiri þess konar orð; yfir höfuð hin mikla notkun hluttaksorða bæði sem eiginlegra hluttaksorða og nafnorða), og sum miklu fyrr en á 14. öld (t. d. offr, offra, letr, písl, núttúra, pína, nafno. og sagno., persóna og fleiri; öll þessi orð má finna í Lilju), Fornar orðmyndir voru nú breyttar (ok í og, at í að, -r í endíngum að -ur; þó voru eldri myndirnar enn kunnar og notaðar í viðlögum; þolfallsmyndin feðr er allúng; v framan við o og u: vóxu, vunnin, vundin, vorðin, vyrði - alt í Lilju). Mart fleira mætti til nefna þess konar, er nýjabrum er á. Eysteinn við hefur allmikið af útlendum orðum; alveg latinsk orð koma fyrir: rósa, firmamentum (festing), baptista, sferas (þolfall flt., himna), óleo (þágufall); önnur útlend orð bæði úr latinu og þýsku eru: diktr, diktan, mekt, múr, innsigli, púki, past (næring), vess; Júðar; klókr, kvíttr (laus við), réttferðugr, hreinferðugr, próva (þrisvar), forma (mynda), dikta, prísa, pressað, pentað; ennfremur má nefna: stétt, plógr (=gróður). Öll eða flest þessi orð oru komin fyrst inn í norskuna, og með Norðmönnum (norskum biskupum og fylgdarliði þeirra; Gyrður var norskur, sem getið var) hafa þau flust til Íslands og orðið þar innligsa, þótt sum þeirra hafi síðar horfið aftur. En til Noregs voru þau komin sunnanað eða úr bókum (latínskum). Um 1300 var norskan orðin mjög spilt.
28,3 áve (lat. ave) = heill (þjér); 99,8 dominus técum = guð (er) með þjer. Úr lat. setníngu, er öll hljóðaði: Ave Maria, gratia plena, dominus tecum = Heil M., full náðar, guð o. s. frv.