Fornmanna Sögur 11: Formáli

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Ellefta bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1828


Formáli.


At þessi partr af Fornmannasögunum gengr fyrr út á prent að tilhlutun þess norræna Fornfræðafélags, enn það í byrjun atgjörða sinna hafði fyrirætlað, berr það helzt til, að margir lærðir og málsmetandi menn höfðu tilmælzt, að Damerkr sögur yrði sem fyrst útgefnar og skotið því efni undir félagsmanna álit á almennum fundi, hvar það ráð var tekið með atkvæðafjölda, að útgefa skyldi sögur þær, er Danmörku viðkoma að þessu sinni. En svo að sú röð og niðurskipun, sem upphafliga var viðtekin, ekki raskist, þá verðr þetta hið 11ta bindi í röðinni, þareð Noregs konúnga sögur munu fullkomliga fylla 10 fyrstu bindin.

Nú skal hér nokkuð ítarligar greina frá því, hvörnin útgáfa þessa söguflokks er af hendi leyst, og hvör handrit hafa þartil hagnýtt verið:


1. Jómsvíkingasaga er prentuð eptir gamalli kálfskinnsbók í Árna Magnússonar handritasafni, Nr. 291 í 4blf., sem kölluð er A; hún er að likindum einhver sú elzta íslenzk skinnbók, sem til er; lýsir því bæði útlit hennar og stafasetning, og þykir líkligt, að hún sé eigi seinna skrifuð enn við lok 13du eða í byrjun 14du aldar. Fremsta blaðsíðan í henni er máð og að öllu ólæsilig, og er því byrjun fyrsta kapítulans, þángað að, sem til er vísað á 2ri blaðsíðu, tekin úr R., en niðurlag sögunnar allt upp frá orðunum: ef eg kæmak í Noreg á bls. 153, er tekið úr F, því seinasta blaðsíðan í A varð ekki lesin, og þaraðauki vantar aptan við skinnbókina líkliga eitt blað. Hvört 50, 51 og 52 kapitulinn hefir nokkurn tíma staðið í A er að sönnu óvíst, því ekkert handritanna, nema F, hefir þessa kapítula, en þarað innihald þeirra er náskyldt sjálfri sögunni, þótti ekki mega skilja þá frá henni. Réttritun skinnbókarinnar er í mörgu tillíti mjög merkilig, svo sem t. d. e er víðarsthvar brúkað í niðurlagi orðanna, bæði þar, sem höfuðhljóðstafrinn í sjálfn orðinu er í eða ý, t. d. kristne, inne, fýse, og líka þegar eigi hefir orðið breytíng hljóðstafs á undan í orðinu, t, d. skálenne, fórðe; eptir sömu reglu er o brúkað fyrir u á eptir u eða ú, t. d. skulo, furðo, búom, og eins þar sem eigi er hljóðstafsbreytíng á undan, t. d. þesso, sínom (en föður, mönnum); enn fremr er œ brúkað fyrir æ, þegar hljóðið leiðist af ó, t. d, hœmi af kom, brœðra af bróðir. Fyrir utan þetta og fleira fábreytiligt, sem haldið hefir verið af réttritun skinnbókarinnar, má geta þess, að hon stendr alltaðar fyrir hún, bözt og enn bözti víða fyrir bezt og enn bezti, ljýga, sjýkr fyrir ljúga, sjúkr, rekr fyrir rekkr, okr fyrir okkr, hæra fyrir hærra, örvæna fyrir örvænna, égi, méra, fyrir eigi, meira, o. þessh., skipverjym, nauðsynjym, viljym fyrir skipverjum, o. s. fr., hynir fyrir hinir, mykill og mykit fyrir mikill og mikit; v stendr víða í orðum á milli tveggja hljóðstafa fyrir f, t, d, hava, soavit; o er brúkað optarst, nema í byrjun orða, fyrir k, v allstaðar fyrir ú og u, æ sumstaðar fyrir e, t. d. Vesæti, æign, æiga, ei allstaðar fyrir é, t. d. leit, reið fyrir lét, réð; ng er jafnan skrifað með bókstafsmynd, sem er nærri því eins og n, nema aptari leggrinn gengr niðr úr línunni með bug á endanum innávið, rúnin Maðr fyrir orðið maðr, og séreginligt band fyrir orðin heldr og eða. En til þess, að lesendr geti betr gjört sér hugmynd um útlit bókarinnar og stafasetníng fylgir bindi þessu kopargrafin líkíng af einni blaðsíðu hennar, er inniheldr endir 4ða og mestan part 5ta kapítula; þessi blaðsíða er einna skírust í bókinni, því víða annarstaðar, einkum í byrjuninni og í 7da og 8da kapít., líka undir endann, má hana kalla ólæsiliga, og krafði því lestr hennar allvíða mikla yfirlegu og ítrekaða aðgá, en aungva afskrift var að fá, og ólíkligt er, að nokkur sé eða hafi að nýúngu tilverið.

Við A eru samanbornir þrír aðrir handritaflokkar, sem optarst eru mjög frábrugðnir hver öðrum að orðatiltæki, þó frá sömu atburðum sé sagt; var því eigi hæft að taka orðamun þeirra, eða greina allstaðar frá, hvar þau væru fjölorðari eða fáorðari enn A, nema þar, sem aðalritsins orðatiltæki var efasamt eða óljóst. 1. Prófessor Rask’s eginhandar afskrift af skinnbókinni Nr. 7 í handritasafninu á bókahirzlu konúngs í Stokkhólmi, og er hún kölluð R; hún er í fyrri þætti sögunnar að mestu leiti samhljóða A, nema hvað nokkuð er undanfellt í frásögninni, þó er það meira í öðrum þættinum; eptir henni er Jómsvíkingasaga (annar þáttrinn) prentuð, að tilhlutun fornritanefnðarinnar, í Kaupmh. 1824. — 2, Jómsvíkingasaga á tveim stöðum í Ólafssögu Tryggvasonar í Flateyarbók, kölluð F; hér til heyrir frásagan í Olafssögu Tryggvasonar, sem prentuð er í Skálholti 1689, einnin pappírshandritin Nr. 14, 15 og 57 í arkarformi, og Nr. 288 og 292 í 4rablf. í Árna Magnússonar handritasafni; þessi handritaflokkr líkist mest, og er henni allvíða samhljóða, þegar aptr eptir sögunni dregr. — 3, Skinnbókin Nr. 510 í 4blf. í handritasafni Árna Magnússonar kölluð B, mun vera skrifuð á 15du öld; hún byrjar á öðrum þætti sögunnar og er hinum miklu fjölorðari, þykir og, sem hún hafi öll nýrri frásagnarmáta, líka hefir hún fleiri vísur, enn nokkur hinna. Þessari skinnbók eru að miklu leiti samhljóða pappírshandritin Nr. 13 í arkarformi, Nr. 289, 290, 293 i 4blf., öll í handritasafni A. Magnússonar. Hamarskjölds útgáfa af sögunni í Stokkhólmi 1815, mun helzt heyra til þessa handritaflokks.


2. Jómsvíkingadrápa Bjarna biskups er prentuð eptir skinnbókinni, sem Snorra Edda er á, í hinni stóru konúngl. bókahirzlu, og er þessi bók köllu A. Drápan er aptan við í bókinni; hún tekr þar við, er Eddu lýkr, og endar neðst á blaðsíðu, en efst á blaðinu hinumeginn byrjar annað kvæði, og má af því sjá, að drápan hefir þar aldrei verið lengri rituð, þó auðsjáanliga vanti aptan við hana. Óáreiðanlig afskrift af drápunni, kölluð B, sem Brynjólfr biskup Sveinsson hefir átt, en Síra Jón Erlendsson ritað eptir téðri Eddubók, er til í Árna Magnússonar handritasafni, sem Nr. 65 í arkarformi. Við A eru samanbornar vísur úr drápunni, er standa í Olafssögu Tryggvasonar, eptir skinnbókinni Nr. 61 í arkarformi, og er þessi orðamunr kallaðr O. þar, sem segir frá Jómsvíkingabardaga í greindri sögu, finnst 9da, lOda, 11ta, 16da, 17da, 19da,25ta, 28ta, 29da, 31ta, 32, 33 og 37da vísan og þaraðauki 3 vísur og 2 hálfar umfram, sem meðal annara vanta í A, og er þeim því bætt aptan við drápuna.


3. Knytlíngasaga. Hennar fyrsti partr, frá 1ta kapít. til byrjunar þess 28da, er prentaðr eptir pappírshandriti Nr. 20,a. í 4blaðaformi, sem er að öllu samhljóða með þeirri prentuðu Kaupmannahafnar útgáfu í arkarformi; þau orð, sem standa innian þessara merkja (), eru svo í sjálfu handritinu; handrit þetta nefnist A. Frá byrjun þess 28da til niðurlags þess 88da kap. blaðs. 327, er prentað eptir skinnbókinni Nr. 180,b. í arkarformi, sem kölluð er B, þareð hún hefir verið eign Brynjólfs biskups Sveinssonar. Þaðan frá, er B. þrýtr, og allt til niðrlags sögunnar, er sú prentaða Kaupmannahafnar útgáfa, sem hér kallast K, lögð til grundvallar, og jafnsíðis henni eginhandarit Árna Magnússonar Nr. 18 í arkarformi, sem merkt er M, og sem að mestu leiti er samhljóða K.

Við þessar bækr, sem til grundvallar eru lagðar, hafa þau pappirshandarrit og skinnbókabrot, sem hér voru faung á, og nú skal frá segja, verið samanborin og hagnýtt: pappírsbókin Nr. 19 í arkarformi, sem byrjar á 22 kap., og nær söguna út; þessi bók kallast C; pappírsbókin Nr. 18 í arkarformi, kölluð K, sem áðr er getið; í hana vantar mikinn kafla fra blaðsíðu 181 til blaðs. 318. Skinnbókabrotin í Nr. 20, a. b. c. í arkarformi eru einkum nákvæmliga samanborin, og þeirra orðamunar getið. Fyrsta brotið byrjar neðst á blaðsíðu 210, í 22 kap., og nær til blaðs. 222, í 27 kap., og kallast brot þetta E. Annars brots fyrri partr byrjar efst á blaðs. 215 í 22 kap., og endar ofarliga á blaðs. 226 í enum 29da kap.; síðari partr þess byrjar blaðs. 282 í 64 kap., og endar á blaðs. 303 í enum 75 kap.; brot þetta kallast F. Bæði þau greindu brot E og F eru með sömu hendi, og eru að útliti og réttritun hvorutveggju mjög gamallig, trauðliga nýrri enn byrjun 14du aldar. Þriðja brots fyrsti partr byrjar á blaðs. 255. með upphafi 47da kap., og nær til blaðs. 260 í enum 48 kap.; annar partr þessa brots byrjar á blaðs. 277 í enum 58 kap., og endar efst; á blaðs. 282 í enum 64 kap.; þriði og síðarsti partr brotsins byrjar á blaðs. 313 í 79da kapít., en endar á blaðsíðu 318 í þeim 82 kapítula; allir partar brots þessa eru kallaðir G. Þetta brot er skrifað í tveim dálkum og er mjög gamalt sem hin. Fjórða brots fyrra blað byrjar á blaðs. 277 í þeim 58 kap., en endar í 64 kap. á blaðs. 282; síðara blaðið byrjar í þeim 77 kap. neðarliga á blaðs. 308, og endar í 79 kap. á blaðsíðu 313. Þetta brot, líkliga skrifað á 14du öld, nefhist H. Öll þau handrit og sögubrot, sem nú er getið við sögu þessa, finnast í fornfræðasafni Árna Magnússonar.

Þaraðauki er Knytlíngasaga samanbörin við 2 handrit í arkarformi, sem finnast í enni konúngligu bókahirzlu í Stokkhrólmi, nl. Nr. 55, sem kallast. S. og Nr. 41, sem nefnist V; bæði þessi handrit byrja á þeim 22 kap.; en aptan við Nr. 41 finnst einn þáttr með þessari yfirskrift: önnr saga um Danakonúnga, sem inniheldr byrjun Knytlíngasögu, og nær frá upphafi þess 1ta kap. til niðrlags þess 31 kapítula; þessi þáttr, sem einnin er samanborinn og orðamunr þaraf tekinn, er merktr V. Framanvið þetta handrit stendr ritað á titilblaðinu þetta: þessi bók hefir inni at halda Knytlíngasögu, sem skrifuð var eptir mjög gamallri membrana, ok hefir þat margt, sem aðrar sögur eigi hafa; skrifuð í Kaupmannahöfn Ao. 1687. ex Mss. papyr. e biblioth. Wormii.


4. Hið fyrsta Sögubrot er prentað eþtir 2 samanhángandi skinnbókarblöðum Nr. 1eß í 4blf. í handritasafni Árna Magnússonar; ætla menn þau muni skrifuð vera á 14du öld. Þetta brot er áðr prentað í Langebeks Scriptores Rerum Danicarum Tom. 2. bls. 25-37.


5. Hið annað sögubrot er tekið úr skinnbókinni Nr. 415 í 4blf. í handritasafni Árna Magnússonar; þessi skinnbók er kölluð A. Það stendr þar aptarst í bókinni, sem að öðru leiti inniheldr nokkrar annála uppteiknanir, ásamt Dana og Noregs konúngaröð, er hvortveggja endar við árið 1319, þykir þar af ráða mega, að skinnbókin, sem að öðru leiti er mjög gömul útlits, sé um þetta tímabil eða litlu fyrr skrifuð. Við þetta brot er Flateyjarbók (F) samanborin, stendr það á 6 og 7da dálki hennar. Það hefir áðr prentað verið í Langebeks Scriptores Rerum Danicarum Tom. 2. bls. 146-153.


6. Hákonarþáttr Hárekssonar er prentaðr eptir því fremsta pappírshandarriti er stendr í Nr. 347 í 4 blf, og er það kallað S,a; í sama Nr. eru þaraðauki 4 önnur laslig handarrit af þættinum, sem kölluð eru eptir röðinni S,b. S,o. S,d. og S,e; þau eru öll samanborin við S,a. og þaraðauki pappírsafskrift í Nr. 554, h í 4blf. Hér til heyra enn fremr tvö brotkorn af þættinum á skinni í Nr. 567 og í Nr. 589 e í 4blf., líka pappírshandarritið Nr. 582 í 4blf., sem er samhljóða S,a.


7. Af ágirnd Absalons erbibisbups ok af einum bónda. Þessi þáttr er prentaðr eptir kálfskinnsbókinni Nr. 624 í 4blf., nefndri A, sem líkliga er skrifuð á 15du öld. Skamt á undan þessum þætti stendr þetta ritað í skinnbókinni: „velnefndr virðuligr mann, er heitir Herra Jón Haldórsson, hinn 13di biskup Skalholtensis í Íslandi, hann var hinn sæmiligasti maðr í sinni stétt, sem lengi mun lifa, á Norðrlöndum. Sú var hans æfi lengst, at hann fór , síðan hann hafði gerzt prédikari í Noregs konúngs ríki at stúdíum mjök úngr allt út í París ok um síðir út í Bónóníam; kom hann svá aptr af, skólis fullkominn at aldri, at hann var sá vísasti klerkr, er komit hefir í Noreg; því var hann vigðr ok kosinn biskup Skalholtensis af Eilífi erkibiskupi. En hvör mun greina mega, hver hans góðvili var, at gleðja nærverandis menn með fáheyrðum dæmisögum, er hann hafði tekit í útlöndum, bæði með letrum ok eginni raun, ok til vitnis þar um munum ver harla smátt ok lítit setja í þenna bæklíng af því stóra efni, þvíat sumir menn á Íslandi samsettu hans frásagnir sér til gleði ok öðrum.” Við þá tilgreindu skinnbók er samanborið pappírshandaritið Nr. 578, k. í 4blf., og þess orðamunr kallaðr B. Handarrit þau sem getið er við þessa tvo seinustu þætti, eru öll Árna Magnússonar handritasafni; en þeir voru því teknir með í þenna söguflokk, að þeir heyra til Danmerkrsögu, þótt þeir reyndar séu lítt merkir, en sjá má, að þeir eru að minnsta kosti engin nýari tíma diktun, þar sem handrit af þeim eru til á skinnbókum.


Starfinu við utgáfu þessa hefir verið þannig skipt, að Cand. Philós. Þorsteinn Helgason hefir afskrifað annann part Jómsvíkingasögu og drápuna, líka þáttinn um Absalon biskup, en Cand. Theól. Þorgeir Guðmundson hefir afskrifað fyrri part Jómsvíkingasögu, Knytlingu og hina þættina; og hefir enn fyrrnefndi ásamt með Prófessórunum R. Rask og C. C. Rafn samanborið sitt handrit við hinar bækrnar, en sá síðari sitt með áminnztum Prófessórum. Stokkhólms handritin af Knytlíngasögu eru samanborin af Þorgeiri sumarið 1827, þá hann í félagsins erindum ferðaðist til Svíaríkis; hann hefir einnin samið registrin aptan við bindi þetta. Prófarkirnar eru leiðréttar, sem at undanfdrnu, af þeim þremr síðarst nefndu, at því undanteknu, að Cand. Þ. Helgason hefir, lagfært prófarkirnar af Jómsvíkingasögu og drápunni, meðan Þorgeir var í burtu.

Félagið lætr þannin útgánga sögur þær, er Danmörk viðvíkja, og hefir af þess álfu allt verið framlagt, að útgáfan yrði sem fullkomnust, eins og þeir er hlut hafa átt að starfinu við hana, hafa kostgæfiliga notað þau hjálparmeðöl, sem buðust, og varið miklu ómaki til, að leysa útgáfu þessa söguflokks sem bezt af hendi.


KAUPMANNAHÖFN þann 28da Jan. 1828.