Fornmanna Sögur 12: Leiðréttíngar og athugasemdir

Fra heimskringla.no
Hopp til: navigasjon, søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Tólfta bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1837


Leiðréttíngar og athugasemdir
Meðdeildar af Herra P. A. Munch lectóri við Friðriks háskóla í Christíaníu


TIL ÁTTUNDA BINDIS. Bls. VI. Nafnið Isserus meina eg, vegna ritsmáta gamallra norskra bréfa, eigi að lesast Isgerus. Eigi hér þá ekki að leiðréttast ritvilla eðr of undinn útleggingar-máti,[1] Giserus fyrir Isgerus, mundi nafnið þýða hið sama sem Esgerus, Esgar, Ásgeir, eðr máske (þó það annars vart finnist) Ísgeir, eins og Ísríðr, Ísbrandr og Ísgerðr nefnast í Landnámu.

Bls. VIII. Vísan, er sýnist að vera skrifuð hérumbil 1320, á máske að lesast þannig:

...... á mik,
væl mátu sea mik,
legh nider sem laa,
ok gak bort i fra.

Þannig finnst ritað með hendi, er virðist að vera frá 15du öld, á skinnbókina í Árna Magnússonar safni Nr. 31 i 8blaða formi:

Her mattu sya megh
Mauricius a megh
... mattu taka megh
eller man that saka tek
leg megh nidur som ek la
gakk langht burt j fra.
Hwer megh steler
eller lönelige f(eler)
bliife en thiuff ....

og á aðra, sama safns, 58 í 4bl. f., með hönd frá miðju 14du aldar:

Brander a mek
væl mattu sia mik
leg nidr sem ek la ....

og enn fremr:

„Sigurðarson i mik
v. m. s. m.; l. n. s. lá
ok tæker þú ....

Hér af virðist það augljóst að vera, að vísan einúngis er tómt vanapár, er eigandi bókarinnar lét fylgja sínu nafni, þó í nafni sjálfrar hennar. Síðan var hans nafn skafið út af nýum eiganda, sem samt gleymdi að setja sjálfs síns í staðinn. O (eðr ö) var í þeirri hönd stundum svo líkt e, að bágt verðr að gjöra greinarmun þeirra; þeir stafir, sem lesnir hafa verið mðr, sem mun vera mjög faséðr skammstafanar máti (er annars skrifast mr) munu því hér eiga að lesast niðr.[2]

Sú ypparlega skinnbók A, sem er lögð til grundvallar fyrir útgáfu Sverris sögu, mun vart vera ýngri enn frá árunum 1260—80,[3] hvað sjá má af ritshætti frumskjala þeirrar tíðar í Árna Magnússonar bréfasafni; þar brúkast til dæmis stafrinn ᾶ, sem þarámót ár 1300 og þareptir, almennt fær aðra mind, áþekka setta skriftar άi.

Bls. XIV. þessi nöfn fyrrverandi eiganda Eyrspennils eiga máske að lesast þannig: P(ros) Lauritzönn, og Iver (Iuer) Jenssön. Hinn fyrrnefndi átti höfuðbólið Neshólm, og var sonr Lauritz Bertelsonar, fyrst lögmaðr í Osló, síðan í Norðlöndunum og loks í Skíðunni, hvar hann deyði 1596. Hans kona Kristín var dóttir Ívars Jenssonar (af Járnskeggs eða Badens ætt), er átti Fritzö og Brynla, en andaðist 1570. Þá hefði hinn fyrrnefndi erft bókina eptir sinn síðarnefnda tengdaföður.

Eyrspennill (G) er skrifaðr með tveimur höndum, af hvörjum sú eldri er miklu fallegri og sýnist að vera töluverðt eldri; báðar brúka hl og hr, líka optast œ fyrir ö (ơ) (t. d. bændr, færa; ekki: bơndr, fơra). Réttritunarmáti fyrri handarinnar líkist í mörgu hinni fornu Grágás, og er þessvegna varla norskr. Í mismunargreininni úr þessari skinnbók bls. 122, um dráp Páls Andressonar, ætla eg að h ekki eigi að lesast hér, heldr eigi því orði öldúngis að sleppa, þar púnktr undir bókstafnum h á að merkja það, að honum sé ofaukið; þannig leiðréttist grundvöllr getgátunnar í formálanum bls. XV um ritun bókarinnar í Noregi.[4]

TIL NÍUNDA BINDIS. Bls. 97 er „Alf af Trondberg” útlagt „Alfr af þrándarbergi”, en það sést af Sturlungasögu að „Álfr af Þornbergi” var mágr Skúla hertoga, eins og hér er sagt um hinn. Pétr Clausson hefir því hér skrifað rángt, og staðarnafnið á að útleggjast „Þornbergi”. Í staðaregistrinu bls. 444 eiga þannig tvö slík að verða að einu.

Sá Álfssonr, er á fyrstgreindum stað nefnist Erlingr úngi, er þannig hinn sami sem Erlingr Álfsson í sögu Hákonar Hákonarsonar; hann var faðir hins nafnfræga Álfs jarls Erlingssonar, er á Latínu nefndist Oliverus de monte spine, með öðrum orðum: af þornbergi.

Bls. 111. „Lænsmand” er hér útlagt „lendr maðr”; líkliga væri réttara að hér stæði lénsmaðr eðr umboðsmaðr, þar þessi orð i þeim gömlu norsku lögum brúkast um slíka lægri stéttar menn.

TIL TÍUNDA BINDIS. Í mismunargreinunum við þættina um Háldán svarta og Harald hárfagra skírskotast stundum til Æ, sem án efa á að þíða Ættartal Noregs konúnga, en þessa er ekki getið í formálanum, svo þeir, sem eru téðu handriti ókunnugir, ekki geta vitað hvað fyrstumgetinn bókstafr þýða eigi; sama er að segja um bókstafinn T.[5]

Í þeirri einustu skinnbók, sem til er af Odds múnks sögu Ólafs Tryggvasonar, finnast og þau fyrrumgetnu opnu ᾶ. Höndin líkist mjög þeirri er sést á gömlu bréfi, útgefnu af Skúla hertoga; svo gömul mun þó bókin varla vera, en þarámót vissulega ekki ýngri enn árið 1280. Ritgjörðin er augsjáanlega norsk, og því heldr treysti eg mér til að getska á hennar aldr.

Bls. 354 stendr: „Þórðr or Njarðarlög”, sé þetta skilmerkilegt í textanum ætti líklega „Marðalög” í Fornm. S., II, 252, að leiðréttast þannig.

Bls. 434 er Alein jarli (Alan af Galloway) samanblandað við Alein,
bróður Duggals konungs úr Suðreyjum; um hann hljóða bls. 134, 143.

Bls. 437. Ásólfr Bárðarson, bróðir Skúla, er nefnist i 9da bindi bls. 97, er vissulega annar maðr enn sá hér opt nefndi Ásólfr jarlsfrændi eða konungsfrændi. Hinn fyrrnefndi var sonr Bárðar Guttormssonar, en hinn síðarnefndi sonr Eiríks gryfils og dóttursonr Ásólfs Guttormssonar, bróður Bárðar. Þessvegna á einungis IX, 97 í registrinu að setjast við nafn Ásólfs Bárðarsonar, en allar aðrar blaðsíður heimfærast til Ásólfs af Austrátt.

Bls. 441 nefnast einungis tvær blaðsíður er geti um Duggal Ruðrason, hvarámót allir, aðrir staðir í þessu bindi, sem hér færast til Duggals skræks, eiga að flytjast til hins. Þettað sést af nákvæmum gegnumlestri textans.

Bls. 446. Gautr eða Gauti Jónsson og Gauti á Meli eru hér skildir að, en eru þó hin sama persóna. Sjá meðal annars Konungs-Annála hjá Langebek, III, 110, ár 1270: „Ob. Gautr Jónsson á Meli”. Hið sama stendr raunar í þeim svokölluðu eldstu Annálum í sama verks II, 193, en er fært úr lagi af raungum lestrarmáta: „Ob. Gautr Jónsson, Amel Solldan o. s. frv. í staðin fyrir G. J. á Mel, Solldan o. s. frv.

Bls. 466-67. Pétr í Gizka og Pétr Pálsson eru hinn sami maðr, hvará að sönnu er vikið, en það má, með vissu, fullyrðast.

Bls. 470. Sá hér umgetni Sigurðr fertill sýnist líka að nefnast í tveimr norskum skjölum sem lögmaðr í Osló, með nafninu Sigurðr pertill; — 4da mismunargrein IX, 468 skrifar viðrnefnið „petill”.
Athugasemdir:

  1. Víðlíkt og þegar Gizur biskup Ísleifsson var kallaðr Gizröðr í þýzkalandi. Fn.
  2. Oss virðist að sönnu þessi meining Herra Lektorsins mjög álitleg og bygð á góðum röksemdum - en álítum það þarámót vel hafa verið mögulegt að einhvör gárúngr hafi notað sér af þeim tviræða hætti, með hvörjum orðin gátu lesist og skilist, til síns augnamiðs. Fn.
  3. Á þetta var ogsvo fyrr gitskað; sjá formálans bls. VI. Fn.
  4. Það sést samt af eldri áteiknun bókarinnar, að hún átti heima í Noregi hérumbil 1363; sjá formálans bls. XIII. Fn.
  5. Fornritanefndin staðfestir nú þá hér fyrst framsettu getgátu og getr þess undir eins að Æ stundum líka kallast Æfi Noregs konúnga, og að T á að þýða hið svokallaða Tal Noregs konúnga. Hvörugt þessara fornrita finnst nú á bókfelli, en þau eru án efa uppskrifuð, á pappír, eptir gömlum skinnbókum er síðar hafa glatast (líklega í þeirri miklu Kaupmannahafnarbrennu, 1728). Æ er í Árna Magnússonar safni Nr. 52 i arkarformi, en T Nr. 303 i fjögrablaða formi.