Fornmanna Sögur 1: Formáli

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Fornmanna Sögur

Eptir gömlum handritum

Fyrsta bindi.

Útgefnar að tilhlutun hins

Norræna Fornfræða Félags

Kaupmannahöfn 1825


Formáli.


Hið norræna fornfræða félag hefir ætlað sér, eins og aðalaugnamið sinna atgerða, at útgefa frumrit allra á norrænu ritaðra sögubóka í samfellu. Eru þar fyrstar í röð sögur Noregs konúnga, að fráskildri Heimskrínglu Snorra; þarnæst sögur og þættir af viðburðum í Danmörk og Svíþjóðu; en loksins sá inn mikli sagnaflokkr, er Íslandi viðkemr. Eptir þessu undirlagi gengr hér þá í broddi fylkíngar Saga Ólafs konungs Tryggvasonar, af hvörri félagið hérmeð leggr fyrri hlutann fyrir almenníngs sjónir, tilbúinn með þeim hætti, er hér skal greiniligar frásegja.

Þau hjálparmeðöl, sem félagið þartil notað hefir, eru:

1) Skinnbókin Nr. 61 í arkarformi af Árna Magnússonar nefndarinnar handritasafni. Eptir henni er útgafa þessi nærri orðrétt prentuð, en þar sem frá er vikið, er hennar orðamunr merktr A. Í þessa bók vantar einúngis eitt blað í síðari partinum, og er það tekið úr næstfylgjandi bók, B. Það er annars um skinnbók þessa að segja, að hún er, bæði hvað lergjörð snertir og niðrskipan efnis, hin snotrasta og bezta af öllum þeim handritum, sem hér eru til af Ólafsögu Tryggvasonar, og heyrir því at öllum líkindum til hinna elztu ritgjörða um Ólaf konúng. At vísu er hún nokkut frábrugðin þeirrí, sem prentuð er í Skálholti 1689, sumstaðar er hun styttri í frásögninni, og fellir undan fátt eitt, er eigi viðkemr Ólafi konúngi, en annarsstaðar er hún aptr orðfyllri og efnisríkari. Við þá útskrift af henni, sem prentað er eptir, eru samanbornar allar aðrar skinnbækr, sem hér finnast af sögunni í fornfræðasafni Arna Magnússonar og Konúngsins stóru bókahirzlu; þykir það af samburðinum ráða mega, að þær geta niðurráðazt þannig:

2) Skinnbókin Nr. 54 í arkarformi, merkt B., ber at mestu saman við A. og því er hún, sem nákvæmast varð, samanborin og hagnýtt, og öll þau orð, sem standa í sögunni innan þessara strika [ ], og ekki er getið hvaðan séu, éru úr henni tekin. Annars vanta mörg blöð í þessa bók.

3) Skinnbókin Nr. 53 í arkarformi, merkt C., líkist mikið A. og B. en er þó í orðfæri sumstaðar frábrugðin. Í tilliti til niðurraðanar efnis og viðburða eru báðar þessar skinnbækr B. og C. sambljóða með A. og sleppa sömu þáttum sem hún; mörg blöð vanta einnig í þessa bók.

4) Ólafssaga í Flateyarbók, merkt F., hún er á mörgum stöðum fjölorðari, og bætir inní sumstaðar nokkrum atriðum og viðburðum, þarámót er A. annarsstaðar orðfyllri og getr margra smáatvika, er viðkoma sögunni, sem ekki finnast í F. Hértil heyrir Skálholtsútgáfan, merkt Sk. og skinnbókin Nr. 309 í fjögrablaðaformi, merkt Þ., í hvörja vantar mörg stykki, og víða hvar er ólesandi.

5) Skinnbdókin Nr. 62 í arkarformi, merkt S. líkist mest F., en sleppir mörgu og segir styttra frá mörgum atburðum; þaraðauki vantar mikið í þessa bók.

Heimskríngla, merkt Hk. hefir og, hvar þurfa þótti, verið hagnýtt; þartil sínist heyra sögubrotin Nr. 325, 8 og 9.

Skinnbókin Nr. 310 í fjögrablaðaformi, eptir hvörri hin svenska útgafa er prentuð að Uppsölum, 1691, hefir hvorug verið hagnýtt, af því frásögnin er þar styttri og mjög frábrugðin.

Af áðurtéðum skinnbókum er þó ekki tekið nema það, sem þótti máli skipta. Meðlimir félagsins fornfræðanefndar hafa þannig skipt starfinu í milli sín: Sveinbjörn Egilsson, kennari við Bessastaðaskóla, hefir skrifað út skinnbókina A., sem fylgt hefir verið, vetrinn 1818-19, þá hann dvaldist hér í Kaupmannahöfn. Löjtenant Rafn og Candid. Theol. Þ. Gudmundsson hafa nákvæmliga samanborið þessa útskrift við hinar áðrnefndu skinnbækr ok valið þann orðamun, er þurfa þótti. - Prófarkirnar eru leiðréttar eptir sjálfri skinnbókinni A., og hefir Cand. Gudmundsson lesið þá fyrstu, Löjtenant Rafn þá aðra, og Próf. Rask, félagsins forseti, þá þriðju og eptirsjónarörkina; en tileinkunarkvæðið hefir Sv. Egilsson ort.

Þótt nú skinnbókinni A. sé fylgt mest alstaðar í tilliti til orða og meiníngar, þá er þó víða breytt hennar stafsetníngu, höfum við því síðr í það horfið, sem hún er hinum öðrum og jafnvel sjálfri sér ólík í mörgu. Þarum er helzt aðgætandi:

1) Er sett uppyfir áhersluteikn, þar sem framburðrinn það útheimtir; en â[1] aðgreint frá á, svo að â er skrifað þar sem hljóðið var áðr á en er nú o, svosem: vâr, hânum; en á þar sem það hefir jafnan verið tvíhljóðið á: è[2] er sett þar sem lesið verðr je, en skrifað var e tómt; d. t. knè, lèt.

2) Er aðgreint j og v frá í og ú fyrir framan hljóðstafi alla; t. d. jafn, mjök, herjuðu, eins og var, sveinn, kvæði.

3) Er aðgreint au frá av, svo að av er sett þar sem lesa á ö, en skinnbókin hafði au; en au er skrifað eins og venjuliga fyrir tvíhljóðið au, sem heyrir til ö; t. d. Guðravðr þ. e. Guðröðr (í eigandanum: Guðraðar) — Haukr o.s.fr.

4) Fyrir framan samhljóðendr og í niðurlagi orða er ekki haft ll, nn, nema þar sem framhburðr, uppruni eðr aðgreiníng orða það útheimtir; t. d. manns af maðr en mans af man; annann fyrir annarn af annarr, en allan af allr, eins og góðan, vænan, síðan; sveinn-inn, og svein-inn af því orðið er karlkent, en orðin, ferin o.s.fr.

5) Fyrir c og q er hér skrifað k, og fyrir ck, kk, sem skinnbókin sjálf hefir víðast hvar.

6) Z er í A. notað svo margvísliga og gagnstæðiliga, að ófært þótti að bjóða það framandi þjóðum; er því hér alstaðar sett st í staðinn þar sem þannig á að lesa, og s þar sem s er lesið og ekkert undanfelt; t. d. dvaldist, kunnasta, Haralds, sverðs, en haldið z, þar sem hljóðið er að sönnu s, en t, d, og stundum n, r, er slept fyrir framan, t. d. bezt af betr, helzt af heldr, gjörzt af gjört, tekizt af tekit, eins og síðazt, oþtazt af síðar, optar. Vonum við að þannig verði réttr lestur bókarinnar bæði íslenzkum og útlendum greiðari og þægilegri, sem hefir verið vor tilgángr með þessum breytíngum.




Athugasemdir:

  1. Ljóslestrarforritið gerði engan greinarmun á â og á við ljóslestur bókarinnar. Til að auðvelda útgáfuna er táknið â því ekki notað í þessari rafrænu útgáfu verksins. Bókstafurinn á er notaður fyrir bæði táknin â og á og kemur ekki að sök við lestur með skíringu þessa formála. (JJS)
  2. Þessu er ekki fylgt í þessari rafrænu útgáfu verksins og notast er við bókstafinn é fyrir bæði táknin è og é. (JJS)