Lokrur I-IV

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif


Fernir forníslenskir rímnaflokkar


er
Finnur Jónsson
gaf út 1896


Lokrur
Am 604 g, 4º


I.

1.
Mér hefr vænust lauka lind
lukta sorg í Huldar (1) vind;
á meðan eg "uakta" (2) heitin forn,
heyri (3) en mæta menja Norn."

2.
Óðinn réð fyr Ása þjóð,
öllum veitti Stúma hljóð,
þeingill gaf sá þegnum sigr,
þeim er báru að hildi vigr.

3.
Fjölnis þótti ferðin sterk,
furðu-gjörn við hreystiverk;
alla list bar Þór af þeim,
þeingil hvern er sóttu heim.

4.
Allir hræddust Yggjar nið,
orku neytti hann jafnan við,
þöglir (4) flýðu þussar land,
þegar hann tók sér Mjöllni í hand.

5.
Loki var nefndur Þundar þræll,
þróttarlaus en ekki dæll;
hvar sem Björn (5) til byggða fór,
brá hann sér æ við brögðin stór.

6.
Þór nam frétta Nálar nið;
»nú mun þurfa bragða við;
níðskan vilda eg nafna þinn
næsta hitta, kompán minn!

7.
Útgörðum frá eg að auðlíng ræðr
- eingi vissi hans föðr né mæðr -,
Fjölnis þjón skal fara með mér,
flesta kantu leika þér«.

8.
Loka var ekki létt um svör:
»lítt hentar mér þessi för;
hefr þú frétt, að hann er tröll,
hræðast næri flöðgðin öll«.

9 .
Yggjar svaraði arfi snar:
»ef þú kemr í nokkurt skar,
þá skal eg, bikkjan (6), bjarga þér -
bú þig skjótt og far með mér«.

10.
Þór bjó heiman þeira ferð,
þurfti hvórki skjöld né sverð,
hamarinn tók og hafra tvá,
hvergi mátti slíkan fá.

11.
Fyrðar sóttu lánga leið,
Loki á göngu, en Þórir reið;
Lóður kveðst að lyktum sjá
lítið hús og garða smá.

12.
Þór að garði þessum snýr,
þar stóð úti fleina Týr,
kall er blíðr, en kellíng glöð -
»kostr er yðr að þiggja löð.«

13.
Börn hefr átt sér bóndinn tvau,
brigða (7) -væn eru syskin þau,
Þjálfa (8) nefni eg þrætu (9) bjóð,
þussa kyns er Röskva fljóð.

14.
Þjálfi gekk og Þór í sal,
þrifligt tóku rekkar tal,
heiðarlaus drap höðnu bræðr
Hænis vinr (10), og kyndu glæðr.

15.
Þegar að framm bar, fæðslu skauð,
fólki Þór til veislu bauð;
öflgum var þá eigi leitt
Ullar mág (11) að snæða feitt.

16.
Gestir átu geitar jóð,
gleyptu bæði hold og blóð.
Þjálfi gjörði að ljósta legg,
lysta gjörir til mergjar segg.

17.
Geymir ekki Þór um það,
þakti (12) bein (12) í öðrum stað,
- Baldurs frændi breytti svá -,
breiddi síðan (13) stökurnar á.

18.
Þegar hið dýra Döllíngs (14) sprund
dróst í burtu af (15) stjörnu grund,
kappar stóðu í klæði (16) sín,
- komin er þessi fregn til mín.

19.
Menju (17) dólgr enn mátki (18) þreif
Mjöllnir sér í öglis kleif,
vígir beinin barma kiðs;
brá því harri opt til liðs.

20.
Bukkar gjörðu að bænum þeim,
báðir lifa þeir (19) aptr í heim;
illa bar sinn eptra fót
annar hafr við meiðslin ljót.

21.
Þór varð ei við þetta frýnn,
þúngar lét hann síga brýnn;
garprinn réð með gildan krapt
greipum(20) þrífa Mjöllnirs skapt.

22.
Sjónir hvesti Sifjar verr
- svó geingr opt ef illa ferr -,
herðir gekk úr hverjum lið,
hvítna tóku hnúarnir við.

23.
Klókur talaði kall við þór
- kneyfiliga (21) með orðum fór -:
»svó vil eg heill að eg sættir býð
sjálfum þér fyr heimalýð«.

24.
Sauðúngs ansar sifjar-blóð,
- síðan týndi öllum móð -
»Þjálfi vil eg að þjóni oss
þrýstiligr og seima Hnoss«.

25.
Kall var eigi í svörunum seinn,
segir að Þór skuli ráða einn;
röskur fylgdi bauga Baldr
Bölverks syni (22) um allan aldr.

26.
Eyddist þann veg ýta spjall,
Ása vörðr er sáttr og kall.
Þjálfi bjóst og þrifligt sprund
þessu næst með Yggjar kund.

27.
Rymr fór burt (23) með rekka sín
- rausa eg þann veg Yggjar vín -,
eptir lagði kjappa (24) kyn
Kjalars niðr hjá brodda hlyn.

28.
Ýtar geingu alt til nætr,
ekki feingu höldar sætr;
dagrinn leið en Döllíngs (25) mær
dóttur (26) Ónars (26) myrkrið fær.

29.
Skatnar fundu í skógi sal,
skreyttur víða nöðru dal;
hagligt líst þeim hurða dýr;
Hlóru (27) fóstri í skálann snýr.

30.
Ræfr er sterkt á ranni því,
rekkar geingu skálann í,
býsna-hár og breiðar dyrr -
bragnar litu ei slíkan fyrr.

31.
Nýtar tóku þar náð og svefn
nöðru lands og hrínga Gefn.
Hér skal dverga dauða-lausn
detta niðr og orða þausn.

II.

1.
Enn skal leysa lægis hún (28)
Litar í öðru sinni;
mér er ei (29) hægt um trygðar tún
að telja Ása minni.

2.
Þar vil eg reisa Fundíngs far,
fleygir Draupnis sveita
Skeljúngs þeim (30) í skála var
með skatna sína teita.

3.
Þegar að fyrðar festa blund,
framir í visku höllu, (31)
sá kom vindr á víða grund
að (32) veifði í (33) ranni öllu (34).

4.
Meiðar (35) vakna á miðri nátt (36)
mens og stóðu í klæði,
skálinn allr og skógrinn þrátt (37)
skalf sem léki (38) á þræði.

5.
Fyrða lið var fári meitt,
fyllt af sútar iðju,
höldar(39) borgar (39)-hreysi eitt
hitta í ranni miðju.

6.
Loki var hvergi af hræðslu kyrr,
hann hljóp þar inn með Þjálfa;
Eindriði settist sjálfr í dyrr,
sveit tók öll að skjálfa.

7.
Dreingir svófu um dökkva nátt,
dagr tók mjög að sigra;
fólkið (40) bjóst til ferðar brátt (41)
og fýsir (42) harðra vigra.

8.
Skessu dólgr (43) frá skála veik
skamt með sína granna,
leit hann þá hvar að lá við eik
lofðúngr (44) hamra ranna.

9.
Firna-ljótr og að fæstu vel
er flassi þessi skaptur,
býsna-digr og blár sem hel,
berr það einginn aptur.

10.
Bjargi líkt var Bauga nef
bjúgt sem hornið hrúta,
furðu-lángt (45) bar fúlan þef
úr (46) fylki (46) hellis-skúta.

11.
Augu hans (47) sem hallar tveir,
höku bar mjóva og lánga,
munninn sögðu mestan þeir,
mjög tók út á vánga.

12.
Allir negl sem arnar klær
á Irpu fáka svelti,
sköguðu úr höfði tennur tvær
tröll sem í villigelti.

13.
Allr var hann um beinin berr
og blár sem hrauns-á renni,
höldum leist hann hræðilegr (48)
heldr en segja nenni.

14.
Digran hafði Stúmir staf,
stöng fekk valla hæri,
Hveðrúngs arfinn hraut og svaf,
hristist jörðin næri.

16.
Veðrið (49) stóð svó eikum í
Áms af góma-ranni,
skynjar Þór að skáli af því
skalf og Yggjar svanni.

16.
Tír bar Þór af tröllum opt,
tók hann Mjöllnir höndu (50),
hann greip sinn hamar með grimd á lopt,
Glám (51) vill svipta öndu.

17.
Flagðið á við flærðir skylt,
Flekkur (52) tapaði blundi,
Vígnis fóstra (53) verður bilt
að vega að bjarga lundi.

18.
Upp réð setjast leiðilegr,
lagliga kvaddi hann dreingi:
»eflist heiðr og yðar vegr (54)
Ásgarðs manna leingi«.

19.
Þundar arfi 'þagði ei (55) viðr,
Þór nam slíks að frétta:
»höldum skýr þú, Hafla niðr!
heiti þitt af létta«.

20.
»Skrímnir kalla skatnar mig,
skildu hvað eg inni;
hvert til landa lystir þig
að leita, Ása sinni (56)!«.

21.
»Þess skal eg sækja fylkirs fund,
er fyrr vann sigr til dáða,
fyr Útgörðum með ítra lund
auðlíng átti (57) að ráða«.

22.
»Hölda get eg að hindri þrótt
að heyja leik við tiggja -
meiðar gjörðu málms (58) í nótt
í mínum hanska að liggja.

23.
Þar sem fyrðar fundu í njól
fleyðrar hjört af skála,
þar hefr gjört með greiparskjól
gildan þumlúng Hála.

24.
Skortir eigi að skjöldúng prís,
skýrum (59) fæði varga, .
grettis ból og greipar ís,
gumna stóra og marga.

25.
Ekki berr þú afl við þeim,
eyðir dýnu linna,
betra er þér að halda heim
heldr en kóng að finna.

26.
Boga mun verða skelfi (60) skamt
skötnum þeim til klækja;
þó skulum "beigla" báðir samt
buðlúng heim að sækja«.

27.
Þessu játa (61) Þór nú líst,
það er í Göndlar (62) minni,
alla bindur ýta vist
Aurnir slétt að sinni.

28.
Skrímnir sagði skötnum leið,
skóg var mest að gánga;
flestir hræddust hamra meið
hreytendr (63) öglíngs landa.

29.
Íði gekk svó aldri seint
örva þíngs fyr reiði,
- eigi horfði Aurnir beint -
undan bar hann á skeiði.

30.
Þegar að hvarf af hjálmi (64) dvergs
hlýrnis (65) glóð af fjöllum,
þá tók ræsir ranna bergs
rekkum náttstað öllum.

31.
Skrímnir (66) tekr (67) svó skjótt til orðs,
- skauð vill náðir þiggja -
»nú mega gumnar gá til (68) borðs,
geing eg meðan að liggja«.

32.
Þeira vist nam þrífa geyst
þundar arfi enn sterki,
öngvan hnút gat Atli leyst,
Ás var linr í verki.

33.
Ekki fekk um aptan mál
Ása vörðr að snæða.
Skrímnis bönd eru skörp sem stál,
skaust honum af því fæða.

31.
Þá varð Eindriði ógnar-styggr,
öldin misti kæti,
gessinn hraut svó gljúfra Yggr,
að gall í hverju stræti.

35.
Mjöllnir setti Þór í því
þúngan ljótum Bauga,
höggið kom það hausin í,
hamarinn sökk að auga.

36.
Vaknar þrymr við þenna leik, .
þjóðar spurði hann stefni:
»hvórt mun brum eða barið af eik
bregða vórum svefni?

37.
Lauf það gjörði lítinn dett
létt (69) á heila þýfi.
Hvórt er Fjölnis fólkið mett?«
flagða spurði hann skýfi.

38.
Sauðúngs arfinn sannar það:
»sveit hefr snætt með prýði -
Aurnir, sofðu í annan (70) stað
en eg með mína lýði«.

39.
Fljótt rann svefn á Syrpu ver
sveit tók öll að skjáfa,
hamri laust á heila ker
hraun (71)-þveings eisu Bjálfa.

40.
Herða nam þá höggið sitt
Herjans burr við vánga,
hamarinn sökk á hlýrað mitt,
haus varð sundr að ganga.

41.
Vaknar Ámr í annað sinn,
ygldr og strauk um skalla -
»mundi af eikum mér á kinn
mylsnan nokkur falla?«.

42.
Þá var komið að dýrum dag,
dökk hvarf nótt af fjöllum;
Þjassa gefr hann þriðja slag,
það var mest af öllum.

43.
Hlóriði sparði ekki af
Iðja geigr að vinna,
hamarinn sökk og hendr á kaf
og huldi skaptið stinna.

44.
Hrauðnir spurði og hreyfði sig,
hvað þá væri í leikum -
»hvórt munu fuglar fella á mig
fagra laufið af eikum?«.

45.
Skýran (72) sér (72) hann skýja eld
skína fljótt á gerðar -
»þér munuð gista að grams í kveld,
gjörist (73) mál til ferðar.

46.
Þér skuluð láta lágt um yðr
Loka (74) í vænni höllu,
ella fá þér sneypu og snyðr,
snyrtimenn með öllu.

47.
Nú mun eg hverfa norðr (75) á leið,
nóg berr yðr til sorgar;
skilst eg hér við skjalda meið,
skamt er nú til borgar«.

48.
Skrímnir hvarf á skóg í braut;
skamt var þess að bíða,
mætir (76) sáu, er mörkina þraut,
mikla borg og fríða.

49.
Glósað var fyr gullaðs (77) Hlín
Gauts hið þriðja (78) minni;
hér mun falla Fjölnis vín,
það fæst eigi leingr að sinni.

III. (79)

1.
Semja mun eg nú sverði (80) máls (80)
Suðra (81) knörr (81) enn þriðja;
mig réð garða grundar áls
Gerður (82) slíks að biðja.

2.
Nú hef eg gjörva Grímnis skeið
góms í lágu nausti.
Fyrrum sótti fast á leið
fylkis sonrinn hrausti.

3.
Bölverks arfinn búinn slægð
borg fann halla dýra,
þar mun Loki með list og frægð
löndum eiga að stýra.

4.
Sáu þeir garða og grindhlið stór
greypt með lásum sterkum;
þá var leiðin lukt fyr Þór,
lokið er snildar-verkum.

5.
Svó var búið um borgar-hlið,
bilt varð at að gánga;
úti hneptist Atla lið,
ekki bar til fánga.

6.
Grindin hver var greypt við stál,
gefast mun þeim til klækja;
Birni þótti meir en mál
mildíng heim að sækja.

7.
Svó var grindin geysistinn,
gjörir þeim ekki að knýja,
smugu þeir milli spalanna inn,
spekt tók þeira að flýja.

8.
Þeir sá standa stóra (83) höll
styrkta grundar beinum,
sú var skipuð af skötnum öll
og skreytt með dýrum steinum.

9.
Þegnar stigu í þenna sal,
Þór gekk fystr af öllum;
fylkis sá hann þar fyrða val,
fólk var mart á pöllum.

10.
Buðlúng (84) sá hann í bríma þeim
bustar sitja ríkan;
þess fór Atli hvergi um heim,
að hilmi fyndi (85) slíkan.

11.
Kappinn gekk fyr kónginn hvatt
og kvaddi síðan tiggja;
buðlúng tók þá brögnum glatt
og býðr þeim sæti að þiggja.

12.
»Hvaðan kom lýðr um land til mín?«
Loki nam slíks að frétta.
Ásar skýrðu óðul sín
örva þund af létta.

13.
Kóngur spurði kempur enn,
kænn við geirinn snarpa,
hvórt þeir væri menta-menn
mestir allra garpa.

14.
Auðlíng (86) frá eg svó orðum veik,
Ásar urðu hljóðir,
»hafi þér nokkum listar-leik
lángt yfir aðrar (87) þjóðir?«.

15.
Svaraði Lóður, en sveit var kát,
sá má fæstu leyna -
»þreyta mun eg við þegna át,
ef það vill nokkur reyna«.

16.
»Þó ertu, skauð, á skemtan beinn«
skjöldúng tók að ræða,
»Logi mun heita lítill sveinn,
læt hann við þig snæða«.

17.
Sauðúngs fóstri svángr og mjór
sagðist vera til reiða;
gilt kom slátr af gömlum þjór
grams í höll svó breiða.

18.
Þar kom Logi á þetta mót,
þrautar-vinnu átti;
glópar reyndu góma-spjót,
gleypti hvór sem mátti.

19.
Fíkinn gjörðist fylkirs svein,
flest varð upp að gánga,
gleypti hann knífa og gjörvöll bein
og girntist þó til fánga.

20.
Þegar að snápa snæðíng þraut,
stórt bar þeim til víta,
Lóður varð að leita í braut (88),
Logi sveinn vill hann bíta.

21.
Lægra taldi Laufa heggr
Lopt úr þeira starfi -
»vera (89) mun annar æðri seggr
en Fárbauta arfi«.

22.
Prettinn lysti plátu meið
að prófa mentir gesta.
Þjálfi sagðist skjótr á skeið
og skræmast lángt yfir flesta.

23.
»Huga svein verða hlaupin tíð«,
hjörva talar svó reiðir,
»reyna megi þið rás um hríð,
rekkr, ef þig til beiðir«.

24.
Þjálfi kveðst á þessari stund
þetta búinn að þreyta,
máttu báðir á mildri (90) grund
"merki fleygir sveita" (91).

25.
Viku þeir út af vænni öll
vísis maðr og þjálfi,
herra Þór og hirðin snjöll
hlóðst að skjalda álfi.

26.
Rykkiliga varð rásin herð,
renna tóku báðir,
Sauðúngs maðr var seinni á ferð,
síga gestnum dáðir (92).

27.
Hálfan þóttist hreytir spjóts
hlaupa skeiðvöll þenna,
þar kom Hugi honum til móts
og hefr þar aptr að renna (93).

28.
Því frá eg ansa öflgan (94) Þór,
- ýtar mega það fregna -
hornin kveðst hann halla stór
hneyfa (95) lángt yfir þegna.

29.
»Dagliga hef eg drykkju (96) þreytt«,
dræsir hleypir skíða,
»og svó þjóð af magni meitt
mest um heiminn víða«.

30.
þegar að hoskur hrínga Týr
hrósa gjörði listum,
þá bar höldr í hurðar (97) dýr
horn á lófa kvistum.

31.
Þeingill talar á þenna hátt,
þaktur pelli hreinu:
»það hafa lýðir leikið þrátt
að létta horni í einu«.

32.
Þegar að (98) berr sér Bölverks niðr
bjór að varra (99) skála),
kóngrinn sér hann keppist viðr
keyrir bjartra stála.

33.
Lystir hann að leita í frá
og leit í hornið síðan,
þóttist ekki þverra sjá
þeingils (100) drykkinn fíðan.

34.
Nú vill frægur fylkis mögr,
freista enn að þyrri,
seinliga varð sólginn lögr
sýnu meir en fyrri.

35.
Þar kom enn að (101) erindið þraut
öflgum bauga þorni;
lítið sýndist Laufa Gaut
lægja drykk í horni.

36.
Djarfliga reyndi drykki þrjá
darra (102) börr enn sterki,
nú mega seggir síðan sjá
sannliga á því merki.

37.
Slúnginn talaði sleitu Ás
"slöngvir bjarga lauðri" (103)
»kött minn skaltu, kundur Hás (104),
kremma upp af hauðri«.

38.
Það var bragð með göldrum gjört
greitt (105) við Sauðúngs bróður;
bikkja (106) leið í bekkjar hjört
búðlúngs, fressa móður.

39.
Köttinn þreif sá er knepti flögð
kostr er styrkra handa;
þó var kyrt fyr kýngibrögð
kóngsins dýr að standa.

40.
Eindriði (107) sparði ekki hót,
yfrið gjarn til sóma;
þá lét köttrinn fremri fót
firrast brúði Óma.

41.
Loki biðr hann ei (108) leita viðr
og leiðast aptr í sæti -
»valla gat nú Viðris niðr
valdið kattar fæti«.

42.
Þeingill talar af þúngum móð,
- þá var glatt í höllu -
»lægíng þikkir landsins þjóð
að lemja þig með öllu.

43.
Verðr þú eigi af verkum stór
hjá vórum görpum ríkum;
mínkast hefr enn mikli Þór;
mest er logið af slíkum«.

44.
Reiðugligr var Rymr að sjá
og reygðist uppí sæti.
Hér hef eg Grímnis góma-lá
greitt (109) úr hyggju stræti.

IV

1.
En skal gleðja (110) greppur (111) ey
Geitis foldar bála,
nú hef eg Gress hið fjórða fley
fundið runnum stóla.

2.
Tveggja arfi treysti á sig,
talar hann þá til ljóða (112):
»hverr er fús til fángs við mig
fæðir Gjálpar (113) stóða (113)?«.

3.
»Móður hef eg« kvað mýgir »átt«
mundar hvítra svella
»nú er hun meidd í meinum (114) þrátt;
man eg hun kunni að fella«.

4.
Þegar að fréttu (115) fylkirs grein
frægar kóngsins þjóðir,
þá kom grimm í gáttar (116) hrein
Gauta (117) klúngurs móðir.

5.
Köppum sýndist kellíng stór,
komin þó sýnt (118) í elli,
rýgur tók og réð á Þór,
Rymr varð laus á velli.

6.
Bólgin var hun og blánuð öll,
bognuð sýnt í lendum,
gómaspjót á grýtiþöll
glíkust broddi strendum.

7.
Ekki hafði hann orku við,
allr er Þór á reiki,
hrökti (119) gríður (119) hilmis nið,
hörð var næsta í leiki.

8.
Stíga grund var stirð sem tré,
stóð fyr hverju bragði;
Sönnúng varð að síga kné,
svó er greint af flagði.

9.
Atli fekk við undrin stór
æsta reiði og stránga,
kellíng hvarf, en kappinn Þór
kveðst í Ásgarð lánga.

10.
»Þig (120) skal (129) leiða lángt frá borg«
Loki tók svó til orða,
»fella þá enu föstu sorg,
er fekk þér galdra skorða.

11.
Þeingill, segi eg þér fyr mig,
- það þarf ekki að ljóna -
eg hef brögðum beittan (121) þig
og báði þína þjóna.

12.
Þá er þú greipt (122) með grimdum æstr
"geira" nestið" þúnga.
gréss var stinnu stáli læst (123)
en sterka (124) Skrímnis "lúnga".

13.
Þá er þú högg með hamri laust
og hugðir oss að bella,
bjarg varð fyrir og búið með traust;
bani minn var það ella.

14.
Því skal lýsa, að Loptur fyrr
lék í kóngsins ranni,
geysileingi bar glóandi hyrr (125)
gráð af yðrum manni. (126)

15.
Þér kom horn af hófi fylt
halla (127) stórt að munni;
það hafa stríðir straumar fylt,
stikill (128) var léttr í unni.

16.
Þá er þú bjór í barka höll,
búinn lést þér að renna,
það munu síðan sjófar föll
sverða brjótar kenna.

17.
Þar sem köttrinn, (129) kesju (129) brjótr,
kom fyr hessi (130) snjallan,
það var Miðgarðs linni ljótr,
er liggr um heiminn allan.

18.
Þussa kvón var þeygi (131) fögr,
þá er hun beit og reytti,
það var elli, Yggjar (132) mögr,
er orku við þig þreytti.

19.
Nú hef eg sagðar þrautir þér,
þeim er ekki að halla;
það er nú skýrt, að skiljumst vér
- skrattinn taki yðr alla«.

20.
Lóður hygst það lymsku tröll
ljósta fast með reiði,
þá var gramr og hin háfa höll
horfin skjalda meiði.

21.
Ginnúngs flutteg góma haf
glæsimeiðum vella.
Lokrur skulu vær leggja af,
leiðast munu þær ella.


Fodnoter:

1) havldar hdr.
2) svo hdr.; rángt fyrir hermi? Ifir t eru 3 smástrik og benda til þess, að skrifarinn hefur viljað leiðrjetta sig.
3) heyr¹ hdr.
4) þauglar hdr.
5) bior hdr.
6) byckian hdr.
7) brígdu hdr.
8) þialfe hdr.
9) þærtu hdr. með leiðrjettingarmerkjum ifir ær.
10) uin hdr.
11) maug hdr.
12) þagt i beine hdr.
13) sid hdr.
14) dogllíngs hdr.
15) ȸ hdr.
16) karde hdr.
17) Menia hdr.
18) makte hdr.
19) þeir hdr.
20) i greípum hdr.
21) kneypi- hdr.
22) sonr hdr.
23) burt v. hdr.
24) kiappta hdr.
25) dỏrlings hdr.
26) dotter Ottars (iðrit) hdr.
27) hlodu hdr.
28) hlun hdr.
29) eigi hdr.
30) seím hdr.
31) hollum hdr.
32) og hdr.
33) í falli burt?
34) ollum hdr.
35) Meider hdr.
36) nott hdr.
37) þaut hdr.
38) leike hdr.
39) híerser burgar hdr.
40) fokit hdr.
41) huatt hdr.
42) les fleygir?
43) uinr hdr.
44) lofungr hdr.
45) langann hdr.
46) er fyke i hdr.
47) hans eru hdr.
48) Rángt?
49) Wedur hdr.
50) hondum hdr.
51) glom hdr.
52) les Fleggur?
53) fostri hdr.
54) uegr ok ydar heidr hdr.
55) v. hdr.
56) míne hdr.
57) ætte hdr.
58) mals hdr. (J.Þork.)
59) skyra hdr.
60) les skelfir?
61) iatte hdr.
62) gonlar hdr.
63) heitande hdr.
64) híelen(ío?) hdr.
65) hyrnnís hdr. (J.Þork.)
66) Skrymner hdr.
67) talar hdr.
68) v. í. hdr.
69) líezt hdr.
70) annat hdr.
71) hrvm hdr.
72) skyrum segir hdr.
73) gerízt hdt.
74) ok loka hdr.
75) nur hdr.
76) þar næst hdr.
77) geira hdr.
78) þessi villa sýnist stafa frá skáldinu sjálfu.
79) hier er iij lokra rima hdr.
80) suerda bals hdr.
81) sudit hnaur hdr.
82) giora nu hdr.
83) storra hdr.
84) Budlund hdr.
85) prydi hdr.
86) Odlung hdr.
87) adra hdr.
88) burt hdr.
89) verra hdl.
90) milldra hdr.
91) þetta Vísuorð er afbakað; les að merki fóta neyta?
92) hjer vantar víst í frásögnina.
93) sömuleiðis.
94) oflann hdr.
95) hneypa hdr.
96) dryckv hdr.
97) hallar hdr.
98) v.hdr.
99) uara hdr.
100) vid þ. hdr.
101) v. hdr.
102) dofra hdr.
103) vísuorðið er afbakað.
104) hars hdr.
105) v. hdr.
106) byekía hdr.
107) þetta er er í hdr. á undan 39.
108) v.hdr.
109) gleitt hdr.
110) gleid hdr.
111) grimnís hdr.
112) flioda hdr.
113) gialfra stod hdr.
114) meiu hdr.
115) frettí hdr.
116) kattar hdr.
117) galdra hdr.
118) styntt hdr.
119) hrocktíz gridr um hdr.
120) þu skalt hdr.
121) bættan hdr.
122) greípzt hdr.
123) læstr hdr.
124) sterke hdr.
125) byr hdr.
126) hjer vantar víst í.
127) harllda hdr.
128) stiller hdr.
129) kottín, keisív hdr.
130) havssi hdr.
131) þeyiv hdr.
132) yggar hdr.