Um verkefnið «Norrænir textar og kvæði»

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Norsk.gif Islandsk.gif Dansk.gif Svensk.gif Faeroysk.gif Engelsk.gif


Um verkefnið «Norrænir textar og kvæði»

Menningarmiðlunin "norrøne tekster og kvad" (Norrænir textar og kvæði) hefur að markmiði að miðla norrænum fornbókmenntum á veraldarvefnum. Norrænir textar og kvæði er samstarfsverkefni, og geymir að mestu heimildir á stafréttri norrænu, en að auki ýmsar þýðingar norrænna texta á nútíma norðurlandamál, auk annarra heimilda og ýtarefnis.

Grunnur að verkefninu var lagður 1997, en verkefnið, sem er í stöðugri þróun, opnaði fyrir almenning 1. ágúst 2005. Markmiðið er að gera textasafnið eins víðtækt og áreiðanlegt og mögulegt er. Reynt er að gera aðgengileika textanna sem bestan og að allir textar séu prófarkalesnir, auðveldir til leitar og í prenthæfu sniði. Hugmyndin er að verkefnið verði til gagns og gamans jafnt lærðum sem leikum. Vinnslan er komin vel á veg og verkefnið hefur fengið hina endanlegu vefslóð www.heimskringla.no

Vegna höfundarréttar er lítill hluti textasafnsins lokaður almenningi.

Menningarmiðlunin "norrøne tekster og kvad" er skráð sem sjálfseignarfyrirtæki í norsku fyrirtækjaskránni.


Verkefnið Norrænir textar og kvæði leitar eftir samstarfsaðilum


Fjármögnun

Verkefnið Norrænir textar og kvæði er einkaframtak. Rekstrarkostnaður, þ.e.a.s. leiga á léni, innkaup á aðlútandi bókmenntum, hugbúnaði og annar rekstarkostnaður, er kostaður af undirrituðum. Þar að auki hafa mörg þúsund vinnutímar farið í verkefnið gegnum árin. Þar sem að umtalsverður kostnaður fylgir þessu verkefni, er leitað eftir fjárhagslegum styrkjum og framlögum einstaklinga og fyrirtækja, gegnum auglýsingatekjur, og hugsanlega stuðningsaðild.

Að borga fyrir aðstoð er fjárhagslega ómögulegt eins og er. Launin felast í góðum metnaði, orðstír og gleðinni sem í því felst að taka þátt í þessu metnaðarfulla verkefni. Öll framlög sem notuð eru á síðunni eru að sjálfsögðu skráð í listann yfir samstarfsaðila með nafni viðkomandi.

Allur fjárhagslegur stuðningur eru vel þeginn. Þeir sem óska að styðja verkefnið fjárhagslega eru góðfúslega beðnir um að hafa samband.


Verkefnið leitar eftir sjálfboðaliðum í prófarkarlestur

Erfiðasta og tímafrekasta vinnan er prófarkarlesturinn. Til að geta aðstoðað við prófarkarlestur er nauðsynlegt að hafa aðgang að tölvu. Það er kostur að kunna á ritvinnsluforritið áður en maður byrjar á sjálfum prófarkarlestrinum. Það er einnig kostur að hafa einhverja þekkingu á einu eða fleirum norðurlandamálanna, þ.e.a.s. dönsku, sænsku eða norsku (bokmål/nynorsk) bæði í eldra og yngra ritformi. Þekking á norrænu máli og bókmenntum er kostur, og einnig þekking á nútíma íslensku og færeysku, en æskileg kunnátta og þekking ræðst sjálfsagt af því hvaða texti er til yfirlestrar. Vinnan felst í því að bera saman textann á skjánum og textann í bókinni. Texti bókarinnar er skannaður inn á tölvuna með ljóslestrarforriti (OCR). Forritið misskilur oft einstaka orð og bókstafi sem rétta þarf með höndunum. Þannig á textinn í tölvunni að vera nákvæmlega eins og prentaður texti bókarinnar. Þetta er krefjandi vinna sem aðeins má framkvæma með fyllstu nákvæmni. Prófarkarlesturinn er mikilvægasta og metnaðarfyllsta framlagið sem hægt er að gera í þágu verkefnisins.

Það er einnig þörf fyrir aðstoð við skönnun á bókum með ljóslestrarforriti til seinni tíma prófarkarlesturs. Ef óskað er eftir að aðstoða við skönnun á bókum, þá er best að viðkomandi ráði yfir öflugri tölvu og skanna og hafi nauðsynlega þekkingu ljóslestrarforritinu. Mælt er með ABBYY FineReader OCR eða nýrra forriti eða öðru sambærilegu OCR forriti sem getur lesið eitt eða fleiri norðurlandamálanna.


Takmörkun verkefnisins

Markmiðið er að textasafnið verði eins nákvæmt og ýtarlegt og auðið er. Það eru því einungis efnisleg takmörk sem setja verkefninu skorður. Það ætti því að liggja í augum uppi að slíkt verkefni er ekki er fullunnið á stuttum tíma eða byggt upp á öllum sviðum samtímis. Hvaða svið byggjast upp fyrst eða hljóta stærsta umfangið er háð því hverjir hjálpa til hverju sinni.


Allar nánari upplýsingar fást hérna.


Kveðja
Carsten Lyngdrup Madsen
Jesper Lauridsen
Jon Julius Sandal