Íslensk orðtök með goðsögulegu ívafi

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Íslensk þjóðfræði - Íslenskir málshættir.
Bjarni Vilhjálmsson og Óskar Halldórsson,
Almenna Bókfélagið, 1986.


Íslensk orðtök með goðsögulegu ívafi


Baldur
Fátt er ljótt á Baldri.
Ekki skyldi Baldri böls biðja.

Grýla
Eins fer hún Grýla með öll börnin sín.

Hel
Jafnlangt er til heljar heima og á hafi úti.
Fölvar hel, þó frítt sé.

Helgrind
Allir sitja jafnhátt á helgrindum

Jötun
Ekki eru jötnar meybarna meðfæri.

Óðinn
Ekki verður Óðinn örþrifa.
Ekki er Óðins tryggðum að trúa.

Tröll
Tröll toga tungu úr höfði.
:ginna til óheillaorða.
Tröll ganga trautt á grið sín.
:ekki ganga öll tröll á griðin.
Tröll eru í tryggðum bezt.
Oft eru tröll trú, en það ert ekki þú.
Ekki margt er verra en tröll.
Hvert tröllið tryllir annað.
Ekki tryllir eitt tröll annað.
Það er tröllgangur, þegar hvert tröllið tryllir annað.
Illt er það, að tröll njóti manna.
Aum er sú erfðin að eiga mök við tröll.
Tröll vísa hrossum að haga.
Oft sýnast tröll fyrir dyrum standa.
Trautt mun ég trúa þér tröll, hvað Höskollur.
Tröll éta tálgaðan eyri.

Tungl
Þótt hundurinn gelti að tunglinu, gleypir hann það ei.

Týsdagur
Týsdagur er heimadagur.
:heilladagur

Verðandi
Vafinn er Verðandi reyk.
:framtíðinn

Þór
Ólíkur er þinn Þór mínum Þór.

Þorri
Brigðular eru þorra þíðurnar.
Kemur þorri í annan tíma.

Þurs
Segja skal þursi, ef hann sittur nökkviður við eld.
:nakinn

Draugur
Þrennt er vörn gegn draugum, alspora hundur, oddlaus hnífur og skeifa.

Ægir
Engin hefur afl við Ægir.