Góðsvitar

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif


Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi

Íslenskar þjóðsögur og sagnir, hefti VII.
Safnað og skráð hefur Sigfús Sigfússon.
Víkingsútgáfan, Reykjavík 1945.


Góðsvitar


Þeir fyrirboðar, sem viðkoma einungis gæfu manna og afkomu í lífinu, eru jafnan annaðhvort góðir eða illir, eða segja annaðhvort fyrir, og má kalla þá eftir því góðsvita og illsvita. því að þá er hægt að átta sig á þjóðtrúarsögnunum. Annars verður þetta grautarlegt allt og erfitt að muna það. Hér verða teknir fyrst góðsvitarnir, og eru þeir alltof fáir hjá hinum. Mun það benda allrétt á hugferðisástand og eiginleika þjóðar vorrar.
   Góðsvitar hljóða jafnan um gæfuna, ástina, gróðann og gleðina. Séu hvítir bugar við naglrætur og hvítir dropar á nöglunum, heita það ástir og ástadropar, og merkja það, að svo margar persónur elska mann sem droparnir eru.
   Sé karlmanni kaldara á hægri hendi, hefur annar karlmaður ást á manni. En sé honum kaldari vintri hendi, þá kvenmaður. Sé kvenmanni kaldari hægri hönd, ann henni önnur kona. En sé henni kaldari hin vinstri, ann henni karlmaður.
   Margs konar lánsboðar hafa þótt vera til, sem birtast fyrir höppum. Gamalt orðtæki segir: "Á illt veit, ef ofarlega klæjar." En það reynist ekki svo nema stundum. Heyrzt hefur raunar, að ef mann klæjar mikið í höfði, þá boði það úrfelli, eða vott höfuð, sem stundum er líka gott. - Þegar menn klæjar í augnbrúnir, veit á annaðhvort, því að þær eru góð og ill, betri og veri brún, og er sú hægri flestum betri brún, en vinstri verri brún. þó fer það eftir því, hvað hverjum reynist. Gott mark þykir, að bregða oft höndum í höfuð sér. - Ingibjörg hér kerling, Jósefsdóttir, eyfirzk, og ættuð úr Kræklinghlíð; var hún mér samtíða unglingi í Fellasveit. Hún var þá orðin um eða yfir 100 ára að aldri. Hún hafði verið skarpgreind. Henni brást eigi gleðiefni, ef hana klæjaði í hægri brún, en ógleðiefni, ef hana klæjaði í þá vinstri. Ingibjörg mun hafa dáið nálægt 1870 í Hrafnsgerði. Geisði maður ipulega í rekkju sinni, þykir sannprófað, að hún verði eigi dánarbeður hans, heldur að hann flytji, og hið bráðasta í annan stað.