Hestar verða tröllriða
Hopp til navigering
Hopp til søk
Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi
Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
---|---|---|---|---|---|---|
Denne teksten finnes på følgende språk ► |
Sagnakver
Skúla Gíslasonar
Sigurður Nordal gaf út
Reykjavík 1947
Heyrt hef ég nyrðra getið um þess konar slig á hestum, sem kallað er, að hestar verði tröllriða, og á það að koma af því, að tröll setji sig upp á hesta á förnum vegi til að komast þurrt yfir læki og ár eða hvila sig, þegar þau eru göngumóð. Og er það hið eina dæmi, sem ég hef heyrt upp á það, að tröll séu ósýnileg eða hafi yfir sér hulinshjálm. Hættara er samt við þessum slysum á nóttu en degi.