Leifar fornrar trúar
Hopp til navigering
Hopp til søk
Þjóðsögur og ævintýri frá Íslandi
Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
---|---|---|---|---|---|---|
Denne teksten finnes på følgende språk ► |
Sagnakver
Skúla Gíslasonar
Sigurður Nordal gaf út
Reykjavík 1947
Leifar hinnar fornu trúar koma fram í þeim sið að skera bjóra úr hæl og tám á skæðum, þó því sé gleymt, að þeim er safnað í skó Viðars, - í þeim sið að láta ekki afskurð af nögl halda sér heilan, þegar hann nær yfir þvera nögl, því þá neglir skrattinn skip sitt með þeim afskurðargeirum. (Sbr. skipið Naglfar.) Það er líka án efa talsháttur frá fornum sið, að sól og, ef mig minnir rétt, líka tungl eru sögð í úlfakreppu, þegar aukasólir eða aukatungl ganga á eftir þeim, en gíll á undan (varúlfur), sbr. sjaldan er gíll fyrir góðu, nema úlfur eftir renni.
Athugasemd.
Sjá einnig: Hvað þýðir máltækið "Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni"? á Vísindavefnum.