Nafngjöf (Sveinbjörn Beinteinsson)

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Islandsk.gif Norsk.gif


Íslensk kvæði og vísur


Sveinbjörn Beinteinsson

Nafngjöf


Megi nafni
mannheill fylgja
styrki þig guðir
og góðar vættir
álfar og dísir
og allt sem lifir
gróður jarðar
og geisli sólar.