Norska rúnakvæðið

Fra heimskringla.no
Hopp til navigering Hopp til søk
Velg språk Norrønt Islandsk Norsk Dansk Svensk Færøysk
Denne teksten finnes på følgende språk ► Original.gif Islandsk.gif


Íslenskar þjóðvísur og kvæði


Matthías Viðar Sæmundsson
Galdrar á Íslandi 1992.

Norska rúnakvæðið


Fé veldur frænda rógi;
fæðist úlfur í skógi.
 
Úr er af illu járni;
oft (h)leypur hreinn á hjarni.
 
Þurs veldur kvenna kvillu;
kátur verður fár af illu.
 
Óss er flestra ferða
för; en skalpur er sverða.
 
Reið kveða (h)rossum ve(r)sta;
Reginn sló sverðið besta.
 
Kaun er barna bölvan;
böl gerir ná fölvan.
 
Hagall er kaldastur korna;
Kristur skóp heiminn forna.
 
Nauð gerir (k)nappa kosti;
naktan kelur í frosti.
 
Ís köllum brú breiða:
blindan þarf að leiða.
 
Ár er gumna góði;
get eg að örr var Fróði.
 
Sól er landa ljómi;
lúti eg helgum dómi.
 
Týr er ein(h)endur ása;
oft verður smiður að blása.
 
Bjarkan er laufgrænstur lima;
Loki bar flærða tíma.
 
Maður er moldar auki;
mikil er greip á hauki.
 
Lögur er, er fellur úr fjalli,
foss; en gull eru (h)nossir.
 
Ýr er veturgrænstur viða;
vant er, er brennur, að svíða.