Full Þórs í miðsvetrarblóti fornleifafjelagsmanna 1881
Hopp til navigering
Hopp til søk
Íslensk kvæði og vísur
| Velg språk | Norrønt | Islandsk | Norsk | Dansk | Svensk | Færøysk |
|---|---|---|---|---|---|---|
| Denne teksten finnes på følgende språk ► |
Full Þórs í miðsvetrarblóti fornleifafjelagsmanna 1881
- Nú heitum bræður að heiðnum sið
- á Þór!
- Hann félagi voru leggi lið -
- og bjór,
- og auðgi safnið að eigum fornum -
- en einna mest þó að drykkjarhornum!
- Nú súpum og syngjum
- og syngjum og súpum
- í botn!
- Hann reki ísinn og annað grand
- á burt,
- og láti hvalina hlaupa' í land
- á þurt!
- Með austanpósti þú átt að senda
- oss atgeir Gunnars á Hlíðarenda.
- Nú súpum og syngjum
- og syngjum og súpum
- í botn!
- Og flókna lögbergis gátu greið
- þú skjótt!
- Að hofum fornum og haugum leið
- oss fljótt!
- Og gefðu safninu hamarinn harða
- og heiðið afl þinna megingjarða.
- Nú súpum og syngjum
- og syngjum og súpum
- í botn!
- Nú drekkum freyðandi fulla skál
- af bjór!
- Og heitum þambandi þyrstir sál
- á Þór!
- En hver sem ei tæmir, hann skal þoka
- og hafa bekk með Útgarðsloka.
- Nú súpum og syngjum
- og syngjum og súpum
- í botn!